fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Nýjar vendingar í máli Anne-Elisabeth Hagen

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 04:56

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri fékk í sumar stöðu grunaðs í rannsókn norsku lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í Osló í lok október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan. Lögreglan telur að hún hafi verið myrt og hefur rannsakað málið sem morð árum saman.

VG skýrir frá þessu. Segir miðillinn að maðurinn hafi haft stöðu grunaðs síðan í sumar en því hafi verið haldið leyndu. Lögreglan vill ekki segja hvað beindi grun að manninum og segir að vegna rannsóknarhagsmuna geti hún ekki tjáð sig um það.

Verjandi mannsins segir að hann segist saklaus af því sem hann er grunaður um.

Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar og hefur meðal annars hlotið refsidóma fyrir nauðgun og fjársvik.

Fyrir voru Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, og hinn svokallaði rafmyntamaður með stöðu grunaðs í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði