fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Krísufundir hjá norsku konungsfjölskyldunni – Hvað á að gera við prinsessuna?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 06:00

Hvað á að gera við Märtha Louise? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum þá er krísa hjá dönsku konungsfjölskyldunni. Í síðustu viku tilkynnti Margrét Þórhildur, drottning, að börn yngri sonar hennar, Jóakims, muni missa prinsessu og prinsa titla sína frá áramótum. Þetta hefur vakið mikla athygli í Danmörku og um helgina kom fram í dönskum fjölmiðlum að ekkert samband er á milli drottningarinnar og Jóakims þessa dagana. Þau hafa ekki talast við síðan drottningin tilkynnti um þessa ákvörðun sína.

En það er ekki bara danska konungsfjölskyldan sem glímir við vandamál innan fjölskyldunnar. Það gerir sú norska einnig og eftir því sem Se&Hør segir þá hafa verið haldnir nokkrir krísufundir hjá fjölskyldunni að undanförnu. Haraldur konungur, Hákon krónprins og Märtha Louise, prinsessa, hafa setið þessa fundi að sögn blaðsins.

Það er einmitt prinsessan sem hefur verið tilefni fundanna og að því er blaðið segir þá hangir prinsessutitill hennar nú á bláþræði.

Hún er trúlofuð hinum  umdeilda Durek Verrett, sem kallar sig shaman (seiðkarl) og segist hafa læknast af kórónuveirunni með aðstoð medalíu einnar. Hann selur nú medalíur af þessari tegund á heimasíðu sinni og kosta þær rúmlega 2.000 norskar krónur. Hann hefur einnig haldið því fram að krabbamein geti verið sjúkdómur sem fólk kallar sjálft yfir sig.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort það er þetta sem veldur því að nú íhuga konungurinn og krónprinsinn alvarlega að svipta hana prinsessutitlinum og skera þannig á opinber tengsl hennar við hirðina.

Í nýlegri skoðanakönnun Norska ríkisútvarpsins, NRK, sögðu 51% aðspurðra að þeir telji að prinsessan eigi ekki að vera fulltrúi hirðarinnar lengur.

Hún afsalaði sér titlinum „Hennar konunglega hátign“ árið 2002 og fyrir þremur árum tilkynnti hún að hún myndi ekki lengur nota prinsessutitil sinn í tengslum við viðskipti.

Hvorki talsmenn hirðarinnar né prinsessan hafa viljað tjá sig um fréttir um hina meintu krísufundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði