fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Íhuga að banna „kannabisferðamönnum“ að heimsækja kaffihús í Amsterdam

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 19:00

Frá Amsterdam. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í Amsterdam í Hollandi ræða þessa dagana hvort banna meina eigi ferðamönnum aðgang að kaffihúsum þar sem kannabis er selt. Eins og staðan er núna þá loka yfirvöld augunum fyrir veru útlendinga á kaffihúsum af þessu tagi og láta óátalið að þeir reyki kannabis þar og raunar skattleggur ríkið sölu kaffihúsanna á kannabisefnum.

The Guardian segir að Femke Halsema, borgarstjóri, vilji koma á tímabundnu banni við að aðrir en þeir sem eiga heima í Amsterdam megi heimsækja kannabiskaffihús í borginni.

Ekki er víst að meirihluti borgarstjórnar styðji bannið en atkvæði verða greidd um það á miðvikudaginn. En það þýðir ekki að Halsema gefist upp. The Guardian segir að það sé mat hennar og yfirmanna lögreglunnar og saksóknara í borginni að það sé óhjákvæmilegt að banna ferðamönnum að fara á kannabiskaffihús til að minnka umsvif fíkniefnageirans, það er að segja þess hluta hans sem snýst um „veikari“ fíkniefni, og til að takast á við ólæti í ferðamönnum og til að hægt sé að taka harðar á þeim hluta fíkniefnamarkaðarins sem snýst um „hörð fíkniefni“.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að 100 af 166 kaffihúsum borgarinnar þjóni í raun aðeins ferðamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“