The Guardian segir að Femke Halsema, borgarstjóri, vilji koma á tímabundnu banni við að aðrir en þeir sem eiga heima í Amsterdam megi heimsækja kannabiskaffihús í borginni.
Ekki er víst að meirihluti borgarstjórnar styðji bannið en atkvæði verða greidd um það á miðvikudaginn. En það þýðir ekki að Halsema gefist upp. The Guardian segir að það sé mat hennar og yfirmanna lögreglunnar og saksóknara í borginni að það sé óhjákvæmilegt að banna ferðamönnum að fara á kannabiskaffihús til að minnka umsvif fíkniefnageirans, það er að segja þess hluta hans sem snýst um „veikari“ fíkniefni, og til að takast á við ólæti í ferðamönnum og til að hægt sé að taka harðar á þeim hluta fíkniefnamarkaðarins sem snýst um „hörð fíkniefni“.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að 100 af 166 kaffihúsum borgarinnar þjóni í raun aðeins ferðamönnum.