fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Sjö breytingar sem verða ef þú hættir að borða sykur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. október 2022 15:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú veist eflaust að sykur er ekki hollur. Hann er ávanabindandi og hættulegur heilsunni. Meðal þess sem sykur getur valdið eru offita, sykursýki, höfuðverkur, hjartavandamál og tannskemmdir.

En þrátt fyrir að við vitum þetta getur verið mjög erfitt að draga úr sykurneyslunni, jafn erfitt og að hætta að reykja eða drekka áfengi. Það er því best að gera þetta í litlum þrepum. Byrja á að taka eitthvað ákveðið út úr mataræðinu, til dæmis gosdrykki, og síðan tveimur vikum síðar er eitthvað annað tekið út og síðan áfram koll af kolli að því er segir í umfjöllun Bedre livsstil.

Ef þú nærð að hætta að innbyrða sykur þá finnur þú fyrir eftirfarandi áhrifum á heilsuna:

Hjartað verður heilbrigðara því sykurneysla getur valdið háþrýstingi og  hjartsláttartruflunum svo eitthvað sé nefnt.

Það dregur úr líkunum á að þú fáir sykursýki ef þú dregur úr sykurneyslu.

Skap þitt batnar því sykur getur valdið þunglyndisáhrifum eða kvíða. Mikil sykurneysla getur valdið slæmri hringrás þunglyndis og kvíða.

Svefngæðin batna og áferð húðarinnar sömuleiðis. Of mikil sykurneysla getur leitt til svefntruflana og svefnleysis og því er til mikils að vinna að draga úr sykurneyslu.

Minnið batnar ef þú dregur úr sykurneyslu því sykur hefur áhrif á hugræna getur og efnaskipti líkamans. Efnaskiptin hafa ekki einungis áhrif á fitu líkamans því þau hafa einnig áhrif á hugræna getu.

Sykur veldu þornun með því að auka framleiðslu olíu í húðinni. Ef þú hættir að borða sykur verður útlit þitt unglegra.

Þú verður orkumeiri því sykur veldur því að þú finnur fyrir orkutoppum en á eftir þeim fylgja tímabil þreytu og lítillar orku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon