En hvað sem því líður þá var þetta ekki góð hugmynd. The Guardian segir að Erin hafi verið handtekin vegna málsins og eigi allt að tveggja ára fangelsi yfir höfði sér og 7.500 dollara sekt.
Barþjónn sagði að Rocky hafi ekki bitið neinn gest en samt sem áður voru heilbrigðisyfirvöld ekki hrifin af þessu uppátæki. Ástæðan er að þvottabirnir geta borið hundaæði með sér. Það er banvænn sjúkdómur sem getur borist í fólk ef það er bitið af smituðu dýri og það sama á við um dýr, þau geta líka smitast.
Lögreglunni var því tilkynnt um málið og Erin var handtekin í kjölfarið. Hún sagðist hafa fundið Rocky í vegkanti þremur mánuðum áður og hafi ætlunin verið að sleppa honum aftur út í náttúruna þegar hann væri búinn að jafna sig alveg en hann var að hennar sögn ansi slappur þegar hann fannst. En hann komst ekki aftur út í náttúruna því heilbrigðisyfirvöld aflífuðu hann. Sýnataka leiddi í ljós að hann var ekki með hundaæði.