fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ný norræn rannsókn – Umhverfið hefur meiri áhrif en erfðir hvað varðar ristilkrabbamein

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 16:30

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkurnar á að fá ristilkrabbamein eru tvisvar sinnum meiri ef maður á ættingja sem hefur fengið það. Ástæðan er umhverfisáhrif að sögn norrænna sérfræðinga.

Það eru því ekki eingöngu erfðir sem hafa áhrif á líkurnar á að fá ristilkrabbamein en fram að þessu hafði verið talið að svo væri.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar norrænnar rannsóknar, sem hefur verið birt í International Journal of Cancer, þá geta þættir eins og sameiginlegur uppvöxtur eða heimilishald, þar sem fólk býr við sömu skilyrði, reykingar, ofþyngd, mataræði og almenn óhollur lífsstíll skipt meira máli hvað varðar auknar líkur á að ristilkrabbamein komi upp í fjölskyldum en erfðir.

John Brandt Brodersen, prófessor og sérfræðilæknir í almennum lyflækningum við lýðheilsudeild Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við Videnskab að rannsóknin staðfesti að félagsleg áhrif skipti meiru hvað varðar hættuna á að fá ristilkrabbamein en erfðir. Það er rökrétt að hans mati því við erum flokkdýr sem erum saman í hóp, borðum það sama og aðrir í hópnum og reykjum það sama.

Rannsóknin náði til 350.000 sjúklinga með ristilkrabbamein í Skandinavíu og rúmlega tveggja milljóna ættingja þeirra. Með aðstoð tölfræðilíkana gátu vísindamennirnir greint á milli erfðafræðilegs arfs og umhverfisarfs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin