fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ný eyja myndaðist í neðansjávargosi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 07:30

Nýja eyjan sem leit dagsins ljós fyrir skömmu. Mynd:Lauren Dauphin/NASA Earth Observatory

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neðansjávargos hófst nærri Tonga, sem er eyjaklasi í Kyrrahafi, þann 10. september síðastliðinn. Þá myndaðist lítil eyja í eyjaklasanum.

Tonga er í Kyrrahafi og kannski ekki land sem er oft til umræðu en margir muna kannski eftir öflugu eldgosi sem varð við eyjurnar í janúar. Þá myndaðist öflug þrýstibylgja sem fór tvo hringi um jörðina.

CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA hafi ný eyja myndast 10. september þegar neðansjávargos varð í eyjaklasanum.

Aðeins liðu ellefu klukkustundir frá því að eldgosið hófst þar til að nýja eyjan birtist á yfirborðinu að sögn NASA sem myndaði eyjuna með gervihnöttum sínum.

Eyjan stækkaði hratt að sögn NASA. Þann 14. september áætluðu jarðfræðingar á Tonga að hún væri orðin 4.000 ferkílómetrar. Þann 20. september var hún orðin 20.000 fermetrar.

Nýja eyjan er ofan á Home Reef neðansjávareldfjallinu við Central Tonga Islands.

NASA segir að fólk eigi ekki að taka of miklu ástfóstri við eyjuna því eyjur, sem verða til við gos í neðansjávareldfjöllum, séu oft skammlífar. En þær geta þó í sumum tilfellum verið sýnilegar árum og áratugum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“