fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ferðaðist 18.000 km – „Kynlífsferðalag til Karíbahafsins“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 22:00

Hnúfubakur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert spendýr ferðast jafn langt árlega og hnúfubakar. Í fyrsta sinn tókst vísindamönnum að fylgjast með ferð hnúfubaks frá norðurheimsskautasvæðinu til Karíbahafsins. Lagði dýrið, sem er kýr, 18.000 km að baki.

Þetta kemur fram í umfjöllun Norska ríkisútvarpsins um málið. Haft er eftir Audun Rikardsen, prófessor við UiT Norge, að það sé mjög sérstakt að tekist hafi að fylgjast með dýrinu í heilt ár en það veiti einstaka innsýn í líf hvals og ferðir hans.

Fyrir um tíu árum byrjuðu hnúfubakar að sýna sig við strendur Troms, nánast uppi í fjöruborðinu. Það veitti vísindamönnum gott tækifæri til að öðlast aukna þekkingu á þessum stóru dýrum.

Vitað var að hnúfubakar ferðast lengst allra spendýra en lítið var vitað um þessi ferðalög. Af þeim sökum var byrjað að setja gervihnattasenda á hnúfubaka. Þeir detta venjulega af eftir um hálft ár en vísindamennirnir vonuðust samt sem áður til að geta fylgst með öllu ferðalagi eins dýrs.

Þær vonir rættust því hnúfubakskýrin Theresia var með sendinn á sér alla 18.000 kílómetrana sem hún synti frá Norður-Noregi til Karíbahafsins og aftur til baka. Þetta er ferð sem tekur næstum eitt ár.

Fullorðinn hnúfubakur getur orðið um 15 metra langur og um 40 tonn. Þeir halda sig aðallega á norðurslóðum en inn á milli fara þeir í hlýrri sjó, aðallega til að makast. „Þeir fara flestir í kynlífsferðalag til Karíbahafsins, eða fara þangað til að fæða og gefa brjóst,“ sagði Rikardsen hlæjandi.

Venjulega leggja dýrin af stað í kringum jól eða í byrjun janúar til að vera komin á áfangastað í apríl maí.

Byrjað var að fylgjast með Theresia í byrjun janúar 2019 en ólíkt flestum öðrum hnúfubökum beið hún lengi með að leggja af stað. Hún var lengi við strendur Norður-Noregs og át gríðarlegt magn af síld. Þegar hún lagði loks af stað synti hún ótrúlega hratt. Svo hratt að hún vann upp þann tíma sem hún hafði dregið að leggja af stað og átti að geta komist í Karíbahafið á réttum tíma til að sinna erindi sínu.

En tíminn varð skyndilega knappur hjá henni því í miðju Norður-Atlantshafinu stoppaði hún og ól kálf. Vísindamennirnir vissu ekki að hún ætti von á sér og því kom þetta mjög á óvart en skýrði einnig af hverju hún fór svona seint af stað og át svona mikið, hún var að éta fyrir tvo.

Vísindamenn segja að það sé mjög áhugavert að Theresia lokið við ferðina til Karíbahafsins því hún hafi í raun ekki átt neitt erindi þangað, hafi verið búin að koma kálfinum í heiminn. Rikardsen sagði að talið sé að hún hafi haldið ferðinni áfram til að kenna kálfinum leiðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún