fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

NASA fær aðstoð presta við að undirbúa samskipti við geimverur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 08:30

Er E.T. á leiðinni til okkar? Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur sótt ráð og sérfræðiþekkingu til 24 presta og guðfræðinga til að undirbúa sig undir hugsanleg samskipti við vitsmunaverur frá öðrum plánetum. Með þessu er reynt að sjá fyrir hvernig fólk af ýmsum trúarbrögðum og menningarheimum víða um jörðina myndi bregðast við ef til þess kemur að við komumst í samband við vitsmunaverur frá öðrum plánetum.

Fyrir átta árum fékk Center for Theological Inquiry við Princeton háskólann 1,1 milljón dollar í styrk til að rannsaka hugsanleg viðbrögð mannkynsins við tíðindum um að vitsmunaverur séu til á öðrum plánetum.  Þar verður slíkum rannsóknum haldið áfram.

Í væntanlegri bók, „Astrobiology and Christian Doctrine“, mun breski presturinn og doktorinn, Andrew Davidson sem kennir við Cambridgeháskólann, ræða hvernig fólk af mismunandi trúarbrögðum mun bregðast við tíðindum af því að við höfum fundið vitsmunaverur utan jarðarinnar. Hann segir að guð hafi hugsanlega skapað önnur lífsform í alheiminum og byggir það á þeirri trú að guð sé óendanleg vera sem geti skapað eins mikið og hann vill.

Carl Pilcher, fyrrum yfirmaður geimlíffræðideilar NASA, segir að „óhugsandi“ að trúa að jörðin sé eina plánetan þar sem líf þrífist. Það séu 100 milljarðar stjarna í vetrarbrautinni okkar og rúmlega 100 milljarðar vetrarbrauta í alheiminum.

Hann segir að guðfræðingar hafi verið fengnir til aðstoðar til að byggja brú á milli vísinda og trúarbragða og til að „íhuga afleiðingarnar af að nota vísindalega verkfæri til að reyna að fá svar við spurningu sem hin ýmsu trúarbrögð hafa íhugað í mörg hundruð eða þúsundir ára“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár