fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Segja að Ómíkron geti hafa átt uppruna sinn í músum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 07:56

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsast getur að Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar eigi uppruna sinn í músum. Þetta segja kínverskir vísindamenn sem hafa rannsakað málið. Þeir segja að kórónuveiran geti hafa borist í mýs, stökkbreyst í þeim og borist aftur í fólk.

Vísindamenn hafa velt því fyrir sér hvort afbrigðið eigi uppruna sinn að rekja til manna eða annarra spendýra. Ástæðan er  hversu hratt veiran virðist hafa stökkbreyst.

Kínversku vísindamennirnir komust að því eftir nákvæmar rannsóknir á broddprótíni afbrigðisins að það hafi þróast þannig að það bendi til þess að það hafi „hoppað á milli hýsla“.

Umfang stökkbreytinga Ómíkronafbrigðisins var mjög frábrugðið þeim stökkbreytingum sem eiga sér stað á veirum í mannslíkama. Þær líkjast frekar stökkbreytingum sem eiga sér stað í músum. Stökkbreytingar Ómíkron reyndust skarast við stökkbreytingar sem vitað er að eiga sér stað í músum.

„Í heildina séð benda niðurstöður okkar til að forveri Ómíkron hafi borist úr mönnum í mýs, hafi stökkbreyst hratt og borist aftur í menn,“ segja höfundar rannsóknarinnar að sögn Metro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti