Vísindamenn hafa velt því fyrir sér hvort afbrigðið eigi uppruna sinn að rekja til manna eða annarra spendýra. Ástæðan er hversu hratt veiran virðist hafa stökkbreyst.
Kínversku vísindamennirnir komust að því eftir nákvæmar rannsóknir á broddprótíni afbrigðisins að það hafi þróast þannig að það bendi til þess að það hafi „hoppað á milli hýsla“.
Umfang stökkbreytinga Ómíkronafbrigðisins var mjög frábrugðið þeim stökkbreytingum sem eiga sér stað á veirum í mannslíkama. Þær líkjast frekar stökkbreytingum sem eiga sér stað í músum. Stökkbreytingar Ómíkron reyndust skarast við stökkbreytingar sem vitað er að eiga sér stað í músum.
„Í heildina séð benda niðurstöður okkar til að forveri Ómíkron hafi borist úr mönnum í mýs, hafi stökkbreyst hratt og borist aftur í menn,“ segja höfundar rannsóknarinnar að sögn Metro.