Í tilkynningu frá Mario Draghi, forsætisráðherra, kemur fram að ríkisstjórnin vilji halda aftur af útbreiðslu veirunnar og hvetji óbólusetta til að láta bólusetja sig.
Nú þegar er heilbrigðisstarfsfólki, lögreglumönnum, hermönnum og starfsfólki skóla skylt að láta bólusetja sig. Óbólusettir sæta ákveðnum skerðingum í daglegu lífi og mega til dæmis ekki taka þátt í ýmsum viðburðum.
Bólusetningarkrafan fyrir 50 ára og eldri gildir bæði fyrir þá sem eru í vinnu og án vinnu. Ekki kemur fram hver viðurlögin verða ef fólk lætur ekki bólusetja sig.