fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Pressan

Nýtt kórónuveiruafbrigði í Frakklandi – Með fleiri stökkbreytingar en Ómíkron

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 06:02

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt afbrigði af kórónuveirunni Sars-CoV-2 er komið fram á sjónarsviðið. Það fannst í 12 manns í suðurhluta Frakklands. Afbrigðið, sem vísindamenn hafa nefnt IHU eftir stofnuninni sem þeir starfa hjá en hún heitir IHU Méditerranée Infection og er í Marseille, er með fleiri stökkbreytingar en Ómíkronafbrigði veirunnar.

Þetta kemur fram í frumrannsókn 10 vísindamanna sem starfa við IHU. Rannsókn þeirra hefur ekki verið ritrýnd.

Afbrigðið hefur ekki fundist í öðrum löndum en það fannst á litlu svæði í Frakklandi sem hefur ákveðin tengsl við Kamerún. Afbrigðið er með fjölda stökkbreytinga og hefur losað sig við ákveðin erfðaefni. Það getur haft áhrif á hversu smitandi það er og hvernig bóluefni virka gegn því. Dagbladet skýrir frá þessu.

Afbrigðið, sem hefur fengið heitið B.1.640.2, er með 46 stökkbreytingar, þar á meðal hina svokölluðu N501Y-stökkbreytingu sem er einnig í Alfa, Beta, Ómíkron og Gammaafbrigðum veirunnar. Þessi stökkbreyting gerir afbrigðin enn meira smitandi. Afbrigðið er einnig með E484K-stökkbreytinguna, sem einnig er að finna í Gamma- og Betaafbrigðunum, sem gerir veirunni auðveldara fyrir að komast framhjá ónæmiskerfi fólks.

Allir hinir smituðu eru frá litlu svæði í Forcalquier sem er skammt norðan við Marseille. Vísindamennirnir telja að afbrigðið hafi borist frá Kamerún. Þaðan kom maður um miðjan nóvember og greindist með kórónuveiruna. PCR-sýni leiddi í ljós að veiran var með „óvenjulega samsetningu“ stökkbreytinga sem líktust ekki Deltaafbrigðinu sem var ráðandi á þessum tíma.

Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd og Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin WHO hefur ekki sett afbrigðið í flokk afbrigða sem þarf að fylgjast með. Það hefur heldur ekki fengið grískt nafn. Vísindamennirnir, sem uppgötvuðu afbrigðið, segja að enn sé of snemmt að segja til um eiginlega afbrigðisins, til þess séu 12 tilfelli of fá.

Alþjóðlegir vísindamenn efast um að afbrigðið sé mikil ógn við lýðheilsu á heimsvísu. Stökkbreytt afbrigði verði sífellt til og aðeins nokkur þeirra fái mikla athygli og hafi áhrif á heilsu fólks.

Eric Feigl-Ding, bandarískur farsóttafræðingur sem var meðal þeirra fyrstu til að vara við því að Sars-CoV-2 gæti orðið að heimsfaraldri, skrifaði á Twitter að IHU sé dæmi um að við verðum að fylgjast betur með þróun veirunnar. Hann skrifaði einnig að IHU eigi erfitt verkefni fyrir höndum ef það á að slá Ómíkron- og Deltaafbrigðunum við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga