fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Jafn stór og tennisvöllur og jafn þunnur og mannshár – Geimsjónaukinn er búinn að breiða úr sólarskildi sínum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 07:15

James Webb geimsjónaukinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt má teljast að margir hafi varpað öndinni léttar í gær þegar staðfest var að James Webb geimsjónaukinn hafi breitt úr sólarskildi sínum en hann skiptir gríðarlegu máli fyrir starfhæfni sjónaukans.

Sólarskjöldurinn er á stærð við tennisvöll og jafn þunnur og mannshár. Sjónaukinn á að nema merki sem berast frá fjarlægustu kimum alheimsins. Hann er gríðarlega viðkvæmur fyrir hita, til dæmis frá sólinni því sjónaukinn nemur innrauða geisla en hitageislar geta skemmt þá.

BBC segir að sólarskjöldurinn sé í fimm lögum og hafi þurft að breiða hvert lag út fyrir sig. Hvert lag er á þykkt við mannshár.

Næsta verkefni er að koma spegli sjónaukans á sinn stað. Hann er 6,5 metrar í þvermál eða þrisvar sinnum stærri en Hubble-geimsjónaukinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu