fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hvetja Ástrala til að halda sig fjarri sjúkrahúsum ef hægt er

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 08:00

Kórónuveiran er í mikilli sókn í Ástralíu þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska ríkisstjórnin ætlar að halda áfram með áætlun sína um afléttingu sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir háar smittölur og fjölda innlagna á sjúkrahús landsins. Smitin eru nú í hæstu hæðum í landinu og mikið álag er á sjúkrahúsum og sýnatökustöðvum.

Í New South Wales, fjölmennasta ríki landsins, greindust rúmlega 23.000 smit á þriðjudaginn og í Victoria, næst fjölmennasta ríkinu, greindust rúmlega 14.000 smit.

Rúmlega 1.300 COVID-19-sjúklingar liggja nú á sjúkrahúsum í New South Wales. Það er 74 fleiri en gamla metið sem var sett í september þegar Deltaafbrigði veirunnar réði ríkjum.

Eftir uppgjör á smittölum gærdagsins liggur fyrir að nú hefur rúmlega hálf milljón Ástrala greinst með veiruna en um 25 milljónir búa í landinu, þar af um helmingurinn í New South Wales og Victoria.

Vegna hins mikla fjölda COVID-19-sjúklinga á sjúkrahúsum landsins hvetja heilbrigðisyfirvöld í New South Wales fólk til að forðast að fara á sjúkrahús nema mjög brýna nauðsyn beri til.

Mikill fjöldi heilbrigðisstarfsmanna er í sóttkví og einangrun vegna smita og því er mikið álag á það starfsfólk sem eftir er á sjúkrahúsunum.

Þrátt fyrir að staðan sé erfið í heilbrigðiskerfinu ætlar ríkisstjórnin að halda áfram með áætlun sína um afléttingu sóttvarnaaðgerða. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði á mánudaginn að nú þurfi að hætta að hugsa um fjölda smitaðra, þess í stað verði að hugsa um alvarlegan sjúkdóm, lifa með veirunni og gæta að eigin heilbrigði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga