fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

10.000 býflugur blönduðu sér í mótmæli – 7 lögreglumenn stungnir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 19:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir býflugnabændur voru handteknir á mánudaginn eftir mótmæli við forsetahöllina í Santiago í Chile. Hunangsframleiðendur hafa lengi átt í vandræðum vegna mikilla þurrka í landinu sem hafa haft neikvæð áhrif á fæðuuppsprettu býflugna, til dæmis blóm og korn. Söfnuðust býflugnabændur því saman við forsetahöllina til að mótmæla og krefjast aðstoðar frá stjórnvöldum.

Þurrkar eru ekki óalgengir í Chile en sá ofurþurrkur sem nú herjar hefur staðið yfir síðan 2010 og segja vísindamenn að loftslagsbreytingarnar eigi hlut að máli, að minnsta kosti að hluta. CNN skýrir frá þessu.

Býflugnabændur vilja að stjórnvöld blandi sér í málið og sjái til þess að verð á hunangi hækki eða að þeir fái ríkisstuðning. Þeir hafa farið fram á fund með Sebastian Pinera, forseta.

Býflugnabændurnir settu um 60 býflugnabú, með um 10.000 flugum, á götuna fyrir framan forsetahöllina.

Sjö lögreglumenn voru stungnir af býflugum þegar þeir reyndu að handtaka býflugnabændurna og fjarlægja búin. Þeir voru fluttir á sjúkrahús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn