fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Segir að Ómíkron geti breytt öllu – Lífið hugsanlega komið í eðlilegt horf eftir tvo mánuði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 06:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómíkron getur verið það afbrigði kórónuveirunnar sem hjálpar okkur við að losna úr heljargreipum heimsfaraldursins. Ástæðan er að það eru helmingi minni líkur á að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðisins. Þetta getur hugsanlega orðið til þess að lífið komist í eðlilegt horf eftir um tvo mánuði.

Þetta sagði Tyra Grove Krause, faglegur forstjóri hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni (SSI) í viðtali í morgunþættinum „Go Morgen Danmark,“ á TV2 sjónvarpsstöðinni í gær.

Þegar hún var spurð hversu lengi veiran muni hafa afgerandi áhrif á líf Dana svaraði hún: „Ég tel að svo verði næstu tvo mánuði en síðan vona ég að smitum muni fækka og að líf okkar færist í eðlilegt horf.“

Hún sagði að hið bráðsmitandi Ómíkronafbrigði geti orðið okkur liðsstyrkur í baráttunni við kórónuveirunar. „Ómíkron er komið til að vera og það mun valda miklum fjölda smita næsta mánuðinn. Þegar það er afstaðið erum við í betri stöðu en áður,“ sagði hún.

Hún sagði jafnframt að margt bendi til að Ómíkronafbrigðið sé mildara og að margir muni því smitast af því en sleppi við alvarleg veikindi. Það muni verða til þess að gott hjarðónæmi náist.

Hún sagði að Ómíkron muni ná toppnum í janúar og að í febrúar muni smitum fara fækkandi og álagið á heilbrigðiskerfið muni þá um leið minnka. Janúar verði þó erfiður mánuður og að fólk verði að leggja hart að sér til að komast í gegnum mánuðinn. Þar vísaði hún til sóttvarnaaðgerða og almennra leiðbeininga til fólks um að stunda félagsforðun, þvo sér vel um hendurnar og að það haldi sig heima ef heilsufarið er ekki alveg upp á það besta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti