fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Óbólusettir á bak við hlutfallslega margar sjúkrahúsinnlagnir í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 07:05

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutfall óbólusettra, sem þarfnast innlagnar á sjúkrahús vegna COVID-19 veikinda, er mun hærra í Danmörku en hlutfall bólusettra. Palle Valentiner-Branth, deildarstjóri, hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni SSI segir að greinilegt sé að það sé óbólusett fólk sem veikist svo mikið af COVID-19 að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús.

„Það eru ekki svo margir óbólusettir fullorðnir í Danmörku en þeir eru fyrirferðarmiklir í tölum yfir innlagnir,“ er haft eftir Palle Valentiner-Branth í fréttatilkynningu frá SSI.

Fram kemur að á tímabilinu 20. til 26. desember hafi verið 59,1 sjúkrahúsinnlagnir á hverja 100.000 óbólusetta einstaklinga.

Á sama tíma var voru 10,8 sjúkrahúsinnlagnir á hverja 100.000 bólusetta einstaklinga.

Samkvæmt nýjustu tölum frá SSI hafa 78% Dana lokið bólusetningu gegn kórónuveirunni en það eru tæplega 4,6 milljónir landsmanna. 48,5%, eða rúmlega 2,8 milljónir, hafa fengið örvunarskammt.

Tölurnar frá SSI ná yfir einstaklinga frá 12 ára aldri og upp úr. Bólusetningar 5 til 11 ára eru nýhafnar og því er virkni bólusetninga hjá þessum aldurshópi ekki enn orðin mjög mikil og því er hann ekki tekinn með í tölunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn