fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

18 létust af völdum Ómíkron í Danmörku á fimm vikum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 08:17

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska smitsjúkdómastofnunin, SSI, birti í morgun í fyrsta sinn upplýsingar um fjölda dauðsfalla af völdum Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar. Uppgjörið nær yfir tímabilið frá 21. nóvember til 28. desember.

Á þessu tímabili greindust 55.700 manns með Ómíkron. Af þeim létust 18. Hvað varðar skráningu andláta þá flokkast það sem andlát af völdum kórónuveirunnar ef einstaklingur andast innan 30 daga eftir að staðfest er að viðkomandi sé sýktur af kórónuveirunni.

Á sama tímabili létust 100 af völdum annarra afbrigða veirunnar, flestir af völdum Delta. Heildarfjöldi smita af völdum annarra afbrigða var 127.146.

Út frá þessum tölum sést að tíðni dauðsfalla af völdum Ómíkron er um helmingur þess sem er af völdum annarra afbrigða. En það verður að setja þann varnagla að afbrigðið er nýtt og það líður ákveðinn tími frá smiti þar til fólk er hugsanlega lagt inn á sjúkrahús og/eða deyr. Einnig getur verið að ekki hafi allar skráningar um dauðsföll skilað sér enn sem komið er.

SSI telur að Ómíkron standi nú að baki um 90% smita í Danmörku.

Á þeim tæpu tveimur árum sem eru liðin síðan heimsfaraldurinn skall á hafa 3.292 látist af völdum COVID-19 í Danmörku en 840.037 hafa greinst með veiruna. Þetta svarar til þess að um 0,4% smitaðra hafi látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár