fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Ómíkron smitast hratt á sjúkrahúsum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. janúar 2022 08:00

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega sjötti hver Ómíkronsmitaði sjúklingur, sem lá á dönskum sjúkrahúsum frá 22. nóvember og fram til jóla, smitaðist af veirunni eftir innlögn.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá dönsku smitsjúkdómastofnuninni. Berlingske skýrir frá þessu. Fram kemur að tölurnar nái yfir 313 sjúklinga, sem voru smitaðir af Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, og hafi 50 þeirra smitast eftir að þeir voru lagðir inn á sjúkrahús. Það þýðir að þeir greindust með veiruna þegar minnst 48 klukkustundir voru liðnar frá því að þeir voru lagðir inn.

Hvað varðar sjúklinga, sem voru smitaðir af öðrum afbrigðum veirunnar, þá smitaðist um þrettándi hver eftir að hafa lagst inn á sjúkrahús. Í heildina voru 1.434 smitaðir af öðru afbrigði en Ómíkron og höfðu 105 smitast á sjúkrahúsi.

„Við höfum aldrei fyrr séð neitt sem minnir á þetta. COVID-19 hefur sett algjörlega nýtt viðmið á þessu sviði. Þetta er mun meira smitandi veira en við höfum séð áður og gerir okkur erfiðara fyrir en aðrar sjúkrahússýkingar,“ sagði Hans Jørn Kolmos, prófessor í örverufræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni