Independent segir að samkvæmt frétt ungverska dagblaðsins Blikk hafi Csollany veikst mikið í desember og verið settur í öndunarvél. Hann lést 24. janúar.
Csollany hafði viðrað andstöðu sína við bólusetningar á samfélagsmiðlum en hafði samt sem áður látið bólusetja sig því það var skilyrði fyrir því að hann fengi að halda áfram að starfa sem fimleikaþjálfari.
Blikk segir að hann hafi smitast af kórónuveirunni skömmu eftir að hann var bólusettur og því hafi líkami hans ekki verið búinn að mynda nægilegt magn af mótefnum gegn veirunni.