fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Nýtt megrunarlyf veldur varanlegu þyngdartapi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. janúar 2022 12:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af hverjum sex Evrópubúum glímir við ofþyngd. Í Bandaríkjunum er einn af hverjum þremur með BMI yfir 30 og eru því flokkaðir „í mikilli yfirþyngd“. Í Evrópu er „aðeins“ um 15% af íbúunum í þeim flokki en hlutfallið fer hækkandi. En nú er nýtt megrunarlyf komið á markað og eru miklar vonir bundnar við það því það veldur varanlegu þyngdartapi.

Lyfið heitir Wegovy og er frá Novo Nordisk lyfjarisanum í Danmörku. Bandaríska lyfjastofnunin hefur veitt því markaðsleyfi þar í landi fyrir fólk í yfirþyngd sem er með sykursýki 2 eða of háan blóðþrýsting. Reikna má með að fleiri lönd fylgi í kjölfarið og heimili notkun lyfsins.

Í tilraunum með lyfið voru þátttakendurnir sprautaðir einu sinni í viku. Lyfið dregur úr matarlyst og óhætt er að segja að niðurstöðurnar hafi verið góðar. Þátttakendurnir léttust um 17-18% af líkamsþyngd sinni og hélst sá árangur í gegnum allan tilraunatímann sem var 68 vikur.

Þetta er góður árangur því með því að fólk í yfirþyngd léttist um 5-10% af líkamsþyngd sinni minnka líkurnar á að það fá hjarta- og æðasjúkdóma mikið.

Wegovy virkar þannig að lyfið hermir eftir hormóninu GLP-1 sem hefur áhrif á þau svæði heilans sem stýra matarlystinni. Í samanburði við önnur lyf þá léttist fólk tvisvar til þrisvar sinnum meira ef það notar Wegovy og árangurinn virðist vera varanlegur svo lengi sem meðferðin er í gangi. Hugsunin er að meðferðinni sé haldið áfram um alla framtíð, svona eins og með blóðþrýstingslyf.

Wegovy er ekki alveg „nýtt“ af nálinni því virka efnið í því, sem heitir semaglutid, var samþykkt til notkunar gegn sykursýki 2 fyrir fjórum árum. Nú er unnið að tilraunum með það gegn Alzheimerssjúkdómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð