fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Eru geimverur til? James Webb sjónaukinn getur kannski varpað ljósi á það

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. janúar 2022 22:00

James Webb geimsjónaukinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Webb geimsjónaukanum var skotið á loft á jóladag. Þetta er öflugasti sjónauki heimsins og er vonast til að hann geti gjörbylt skilningi okkar á alheiminum og stöðu okkar í honum.

Vísindamenn segja að „nýtt tímabil í stjörnufræði“ geti verið í uppsiglingu með tilkomu James Webb. Sky News skýrir frá þessu.

Sjónaukinn er samvinnuverkefni Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA og Kanadísku geimferðastofnunarinnar CSA. Kostnaðurinn við smíði sjónaukans var um 10 milljarðar dollara.

Hvað getur þessi rándýri sjónauki sýnt okkur?

Hann mun veita okkur innsýn í fyrstu ár alheimsins þegar fyrstu vetrarbrautirnar voru að myndast.

Webb mun geta séð langt aftur í tímann eða 100 milljónir ára eftir Miklahvell en alheimurinn myndaðist í honum fyrir 13,8 milljörðum ára. Til samanburðar má nefna að Hubble geimsjónaukinn sér ekki eins langt aftur í tímann en geta hans takmarkast við 400 milljónir ára eftir Miklahvell. Þegar talað er um að sjá aftur í tímann er átt við að sjónaukarnir nema ljós sem hefur verið á ferð um alheiminn frá því skömmu eftir Miklahvell og út frá því geta vísindamenn séð hvernig alheimurinn var þá.

Sjónaukinn verður notaður við rannsóknir á gríðarlega stórum svartholum sem eru talin vera i miðju fjarlægra vetrarbrauta.

Einnig verður hann notaður til að kortleggja hulduefni í vetrarbrautum til að reyna að komast að meiru um þetta dularfulla efni sem er talið vera uppistaðan í alheiminum.

Geimverur

Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvort hægt verði að finna líf utan jarðarinnar með sjónaukanum. Hann verður notaður til að rannsaka plánetur utan sólkerfisins okkar til að sjá hvort þar geti líf þrifist.

Myndavélar sjónaukans verða notaðar til að taka myndir af plánetum til að sjá hvort þar er vatn eða ummerki um líf í gufuhvolfi þeirra.

Martin Barstow, sem vann að þróun sjónaukans, segir að hann geti hugsanlega fundið ummerki um líf utan jarðarinnar og að með tilkomu sjónaukans hefjist nýtt tímabil í stjörnufræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð