fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Flugvélar sendar til að kanna tjónið á Tonga – Aska þekur eyjurnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 05:01

Frá gosinu við Tonga þann 15. janúar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þykkt öskulag liggur nú yfir Tonga eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í neðansjávareldfjalli nærri eyjunum á laugardaginn. Lítið fjarskiptasamband er við eyjurnar en síma- og internetkaplar skemmdust í hamförunum. Það má því segja að allir 105.000 íbúar eyjanna séu næstum sambandslausir við umheiminn. Ástralar og Nýsjálendingar hafa sent flugvélar til Tonga til að kanna skemmdirnar úr loft og er fregna að vænta í dag um umfang tjónsins.

Sky News segir að engar fréttir hafi borist af slysum á fólki eða dauðsföllum á Tonga af völdum sprengingarinnar og flóðbylgjunnar sem skall á eyjunum í kjölfarið. Vitað er að tvær konur drukknuðu á strönd í Perú þegar flóðbylgja, af völdum sprengingarinnar, skall á ströndum landsins.

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur heitið Tonga stuðningi og hjálp en segir að öskuskýið, sem liggur yfir eyjunum, hafi komið í veg fyrir að hægt sé að hefja hjálparstarf. Hann sagði að einnig geri það hjálparstarf erfitt að fjarskiptasamband við eyjurnar sé lítið en allt sé gert sem hægt sé til að hjálpa íbúum Tonga.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði að fjarskiptasamband við Tonga sé mjög takmarkað og ekki hafi tekist að ná sambandi við nein svæði þar nema höfuðborgina Nuku´alofa. Hún sagði að þykkt öskulag liggi yfir höfuðborginni en íbúarnir séu rólegir og ástandið stöðugt.

Alþjóða rauði krossinn hefur virkjað félög sín á Kyrrahafssvæðinu til að geta veitt íbúum Tonga aðstoð. Sky News hefur eftir Katie Greenwood, yfirmanni Alþjóða rauða krossins í Kyrrahafi, að út frá þeim litlu upplýsingum sem hafa borist megi ætla að eyðileggingin sé gríðarleg, sérstaklega á ystu eyjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“