fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Mánaða löng vinna við að stilla fókus James Webb geimsjónaukans er hafin

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 12:30

James Webb geimsjónaukinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA eru nú byrjaðir á margra mánaða löngu verkefni við að stilla fókus James Webb geimsjónaukans. Honum var skotið á loft um jólin og er kominn á sinn stað fjarri jörðinni.

Sjónaukinn á að hjálpa okkur við að öðlast betri skilning á upphafi alheimsins en hann mun geta numið ljós sem varð til skömmu eftir Miklahvell.

En áður en byrjað verður að nota hann þarf að fínstilla hann og það verkefni er nú hafið að sögn The Guardian. Sérfræðingar í stjórnstöð NASA í Maryland eru byrjaðir að senda litlum mótorum í sjónaukanum skilaboð til að láta þá fínstilla aðalspegilinn sem er 6,5 metrar í þvermál. Hann er í 18 hlutum sem voru lagðir saman þegar sjónaukanum var skotið á loft en þeir hafa nú breitt úr sér.

Núna er verkefnið að losa þessa 18 hluta úr festingum sínum og láta þá mjaka sér áfram þar til þeir sameinast allir í einn hluta og úr verður eitt samfellt yfirborð sem nemur ljós frá því skömmu eftir Miklahvell. Ferlið mun taka nokkra mánuði að sögn Lee Feinberg hjá NASA.

Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður sjónaukinn tilbúinn til notkunar í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“