fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hinir ótrúlegu atburðir í nóvember 1978 – Er sannleikurinn loksins kominn fram?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 22:00

Bank of NSW. Mynd:Bruce Devine

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 23. nóvember 1978 átti ótrúlegur þjófnaður sér stað í bænum Murwillumbah í Ástralíu. Hann var framinn af fagmennsku og var greinilega vel undirbúinn. Þetta hefur verið nefnt sem dæmi um hið fullkomna bankarán þar sem enginn meiddist. Í 43 ár hefur þjófnaðurinn verið óleystur og valdið mörgum heilabrotum. En nú gæti hugsast að sannleikurinn sé kominn fram.

Á einu horni aðalgötu bæjarins hafði Bank of NSW staðið traustum fótum í 133 ár. Kynslóð eftir kynslóð hafði átt í viðskiptum við bankann sem var í traustri byggingu með þykkum múrsteinsveggjum og flötu þaki. Peningageymsla hans var talin öruggasti staðurinn í héraðinu til að geyma reiðufé. En eins og síðan kom í ljós var hún langt frá því að vera 100% örugg.

Íbúar Murwillumbah voru vanir að sjá brynvarinn peningaflutningabíl í bænum en hann ók á milli banka í Queensland og Sydney og stundum þurfti að stöðva umferð á meðan vopnaðir verðir fluttu peninga úr honum inn í bankann. Annan hvern miðvikudag kom sérstaklega mikið fé því þá borgaði hið opinbera út bætur og laun.

Þjófnaðurinn

Aðfaranótt 23. nóvember voru lásarnir á bakdyrum bankans dýrkaðir upp, ekkert þjófavarnarkerfi var í bankanum. Með því að nota stóran rafmagnsbor með demantshúð tókst þjófunum að að bora 18 cm holur í tæplega 5 mm. fjarlægð frá læsingarbúnaðinum á peningageymslunni. Síðan tókst þeim að koma vírum inn og í læsingarbúnaðinn og eiga við hann og aflæsa. Þetta var mikil nákvæmnisvinna og hefðu nokkrir millimetrar til eða frá gert að verkum að þeir hefðu ekki getað opnað peningageymsluna.

Þarna voru sannkallaðir fagmenn að verki því þeir skildu engar vísbendingar eftir, engin ummerki og enga slóð.

Það leið góð stund áður en í ljós kom að bankinn hafði orðið fyrir barðinu á þjófum. Ástæðan er að áður en þjófarnir yfirgáfu bankann þá lokuðu þeir hurðinni á peningageymslunni og eyðilögðu læsingarbúnaðinn og fjarlægðu hluta hans. Hurðin var því harðlæst. Þeir höfðu því góðan tíma til að koma sér á brott.

Á þessum tíma, eins og raunar er nú, voru götur bæjarins fáfarnar eftir klukkan 10 á kvöldin og því gátu þeir athafnað sig í ró og næði. Lögreglustöð bæjarins var í tæplega 100 metra fjarlægð og þar var sólarhringsvakt.

Þjófnaðurinn uppgötvaðist

Klukkan 07.30 um morguninn tók öryggisvörður eftir því að bakdyr bankans voru opnar. Lásasmiðir voru fengnir á vettvang til að reyna að opna peningahvelfinguna og flogið var með fjóra peningaskápssérfræðinga frá Brisbane til að reyna að opna peningageymslu. Eftir rúmlega fimm klukkustundir gáfust þeir upp og því brutu menn sér leið inn í hvelfinguna með því að nota sleggjur, bora og fleiri verkfæri.

Reynt að komast inn í peningageymsluna. Skjáskot/ABC

 

 

 

 

 

 

Klukkan 16.30 höfðu þeir gert nógu stórt gat til að Frank Charleton, yfirlögregluþjónn, gæti stungið höfðinu inn og séð inn í peningageymsluna. „Þeir náðu öllu,“ var það fyrsta sem hann sagði.

Þjófarnir höfðu haft 1,7 milljónir ástralskra dollara á brott með sér en það svarar til um 10 milljóna dollara í dag sem aftur svara til um 930 milljóna íslenskra króna. Allt var þetta í seðlum sem ekki var hægt að rekja slóðina eftir.

Játar þjófnaðinn

Nú hefur Bertram „Bertie“ Kidd, 88 ára, stigið fram og segist hafa verið höfuðpaurinn í málinu. Hann er með Parkinssonssjúkdóminn.

Hann er ekki ókunnugur hjá lögreglunni því hann hefur setið í fangelsi í 27 ár fyrir ýmis afbrot. Lögreglan segir hann vera „viðbjóðslegan, ofbeldisfullan og hættulegan“.

Á síðasta ári gaf hann út endurminningar sínar í tveimur bindum í samvinnu við rithöfundinn Simon Griffin og þriðja bindið á að gefa út að honum látnum.

Lögreglan ræðir við fréttamenn. Mynd:Bruce Devine

 

 

 

 

 

 

Í endurminningum sínum tekur hann á sig sök, eða stærir sig af, stórum málum á borð við Fine Cotton veðmálahneykslið og segist hafa falið sig í farangursgeymslu flugvélar sem var flogið frá Sydeny til Melbourne og hafi stolið tveimur milljónum ástralskra dollara á leiðinni en peningarnir tilheyrðu eiturlyfjagengi. Hann segist einnig hafa verið heilinn á bak við þjófnaðinn úr bankanum í Murwillumbah.

Hann segir að þjófnaðurinn hafi ekki snúist um bæinn eða bankann, hann hafi snúist um brynvarða bílinn og peningana í honum. Hann og samverkamenn hans hafi fylgst með ferðum bílsins mánuðum saman til að reyna að komast að niðurstöðu um hvar þeir ættu að láta til skara skríða. Að lokum varð bankinn í Murwillumbah fyrir valinu þar sem það þótt praktískt að láta til skara skríða þar og ræna banka í staðinn fyrir peningaflutningabílinn. Þá hafi minni áhætta falist í því þar sem engir vopnaðir verðir væru til staðar að næturlagi í bankanum.  Því hafi verið miklu minni líkur á að einhver meiddist.

Kidd ætlaði að sögn að taka þátt í þjófnaðinum en gat það ekki þar sem hann var í haldi lögreglunnar vegna misheppnaðs þjófnaðar á Maroubra Bay hótelinu. En hann hafði þá þegar safnað liði til verksins og það lét til skara skríða. Hann segir jafnframt að þýfið hafi verið vel yfir tveimur milljónum dollara.

En það trúa ekki allir sögu hans og benda á að ekkert af því sem hann segir í endurminningum sínum hafi ekki komið fram opinberlega.

En ef hann er að segja satt þá er búið að leysa málið en Kidd er sá eini af hópnum sem enn er á lífi. En þrátt fyrir að málið sé þá leyst þá stendur eftir að þjófarnir náðu peningunum, komust á brott og komust upp með glæpinn. Sem sagt hinn fullkomni glæpur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“