fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Havanaheilkennið herjar á bandaríska diplómata í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 17:32

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið svokallaða Havanaheilkenni hefur að undanförnu gert vart við sig hjá bandarískum diplómötum í París og Genf. Flytja þurfti einn þeirra til Bandaríkjanna til læknismeðferðar.

Wall Street Journal skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins. Talið er að Havanaheilkennið eigi rætur að rekja til árása á stjórnarerindrekana. Kenningar hafa verið settar fram um að óvinaríki Bandaríkjanna beiti  örbylgjum gegn diplómötunum.

Að minnsta kosti þrír starfsmenn sendiráðsins í Genf hafa sýnt einkenni Havanaheilkennisins og einn í París.

Fram að þessu hafa um 200 bandarískir diplómatar, njósnarar og hermenn orðið fyrir barðinu á heilkenninu. Það einkennir það að sársaukafullt hljóð fyllir eyrun og fólk verður þreytt og svimar.

Heilkennið uppgötvaðist fyrst í Havana, höfuðborg Kúbu, árið 2016. Þar hafa 22 diplómatar og fjölskyldumeðlimir þeirra hlotið varanlegt heyrnartjón eða heilaskaða á meðan þeir störfuðu í borginni.

Alríkislögreglan FBI hefur rannsakað málin en hefur ekki tekist að upplýsa þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim