fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Pressan

Ganga hús úr húsi og taka rithandarsýnishorn – Hinn seki á dauðadóm yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 18:00

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa norðurkóreskir lögreglumenn gengið hús úr húsi i höfuðborginni Pyongyang og safnað rithandarsýnum fólks. Þetta er gert til að hægt verði að handtaka veggjakrotara sem skrifaði á vegg í borginni. Textinn er mjög ögrandi og má krotarinn alveg eins búast við að verða tekinn af lífi ef hann næst.

Hann skrifaði: „Kim Jong-un, heimski kúkurinn þinn. Það er þér að kenna að fólk sveltur til bana.“

Þetta þykir mjög gróf móðgun við einræðisherrann sem er ekki vanur að fara mjúkum höndum um andstæðinga sína. Það gerir málið enn sérstakara að í höfuðborginni búa betur efnaðir landsmenn og elítan.

Daily NK skýrir frá þessu en miðillinn er staðsettur í Suður-Kóreu en er með heimildarmenn í Norður-Kóreu. Fram kemur að veggjakrotið hafi verið fjarlægt fljótlega eftir að það uppgötvaðist á vegg í einu af dýrari hverfum borgarinnar. Næsta dag komu lögreglumenn í verksmiðjur og byggingasvæði í nágrenninu til að fá rithandarsýnishorn hjá fólki.

The Telegraph hefur eftir Toshimitsu Shiegmura, japönskum prófessor og sérfræðingi í málum norðurkóresku Kim-ættarinnar sem stýrir landinu með harðri hendi, að það sé mikið áfall fyrir yfirvöld og almenning að veggjakrot á borð við þetta hafi verið gert í höfuðborginni.

Vegna heimsfaraldursins er Norður-Kórea nú að heita má algjörlega lokað land fyrir umheiminum og voru samskiptin nú ekki mikil áður. Þessi einangrun hefur haft áhrif á fæðuöflun þjóðarinnar og telja Sameinuðu þjóðirnar að 860.000 tonn af mat vanti upp á matvælaframleiðslu landsins á árinu en það svarar til matar í 2,3 mánuði fyrir þjóðina.

Shigemura segir að matarskorturinn sé í vaxandi mæli farinn að hafa áhrif á hina efnameiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Í gær

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman