Lögreglan í Orange County staðfesti á Twitter að Saget hefði fundist látinn síðdegis í gær. Ekkert bendi til að um afbrot hafi verið að ræða eða að fíkniefni hafi komið við sögu.
Margir muna eflaust eftir rödd Saget úr þáttaröðinni „How I Met Your Mother“ en hann var sögumaðurinn í þáttunum. Hann stýrði einnig „America‘s Funniest Home Videos“ hér áður fyrr.
Hann lætur eftir sig eiginkonuna Kelly Rizzo og á þrjár dætur frá fyrra hjónabandi.