fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 07:06

Jóakim prins með Marie, eiginkonu sinni, og börnunum sínum fjórum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var tilkynnt að Margrét Þórhildur, Danadrottning, hefði ákveðið að frá 1. janúar næstkomandi muni börn Jóakims prins, yngri sonar hennar, ekki lengur bera titla sem prinsar og prinsessur. Þau mega áfram nota titla sína sem greifar og greifynja af Monpezat.

Þetta þýðir að framvegis á ekki að ávarpa börnin sem „konunglega hátign“ heldur sem „hágöfgi“.

Í fréttatilkynningu frá hirðinni kemur fram að ákvörðunin sé í takt við breytingar sem aðrar konungsfjölskyldur í Evrópu hafa gert á síðustu árum.

Þrátt fyrir að börnin, sem eru þrír prinsar og ein prinsessa (enn sem komið er) missi titlana þá halda þau stöðu sinni í erfðaröðinni að dönsku krúnunni.

Óhætt er að segja að tilkynningin hafi vakið mikla athygli í Danmörku og skyggði málið meira að segja á fréttir af skemmdarverkunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti.

Alexandra greifynja, fyrri kona Jóakims og móðir tveggja sona hans, sagði í samtali við B.T. að ákvörðunin væri mikið „áfall“ og sagði að sonum hennar finnist þeir „útskúfaðir“.

Danskir fjölmiðlar hafa að vonum fjallað mikið um málið og rætt við hina ýmsu sérfræðinga í málefnum konungsfjölskyldunnar. Sumir kölluðu drottninguna „Ísdrottninguna“ yfir því hversu köld þessi ákvörðun sé.

Lars Hovbakke Sørensen sagði í samtali við Ekstra Bladet að ákvörðunin sé „róttæk“.

Kim Bach var honum sammála um það og sagði það sérstaklega athyglisvert að börnin væru svipt titlum sínum. Hann benti á að ákvörðunin hafi verið rökstudd með að það sé aðeins Christian prins, elsti sonur Friðriks krónprins, sem fái framfærslueyri frá ríkinu þegar hann verður fullorðinn. En þrátt fyrir það haldi hin þrjú börn Friðriks titlum sínum.

Bach sagði að með þessu megi ætla að það verði enn fínna að vera prins eða prinsessa því nú sé þeim fækkað um helming. En þegar heildarmyndin sé skoðuð þá tengist þetta því að Jóakim hafi verið ýtt til hliðar og sé nú geymdur í Frakklandi en þar starfar hann sem hernaðartengiliður hjá danska sendiráðinu.

Talsmenn drottningarinnar hafa ekki viljað svara af hverju ákvörðunin nær einungis til barna Jóakims.

Bach sagði að ákvörðunin beri þess merki að Margrét sé sérstaklega grimm drottning. Hún hefði að hans sögn getað beðið þar til börnin giftast því ef þau giftast þá falla titlarnir sjálfkrafa niður og það sama á við ef þau deyja barnlaus.

Hvað varðar samband Jóakims og Alexöndru við drottninguna sagði Bach að ef það hafi ekki verið kalt áður þá sé það að minnsta kosti nokkrum gráðum kaldara núna. Ummæli Alexöndru beri þess merki að málið hafi ekki verið rætt til fulls við þau áður en tilkynnt var um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið