Frontex, landamærastofnun ESB, skýrði frá þessu í gær að sögn Reuters. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að undanfarna viku hafi tæplega 66.000 rússneskir ríkisborgarar komið til ESB. Þetta séu 30% fleiri en vikuna á undan.
Flestir komu til Finnlands og Eistlands.
Stofnunin segir að líklega muni fleiri fara ólöglega yfir landamærin ef Rússar loka landamærunum til að stöðva för karla á herskyldualdri úr landi.