fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Nostradamus spáði að Karl III afsali sér krúnunni – Óvæntur arftaki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 06:58

Nostradamus. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem hafa mikla trú á spádómum Michel de Nostredame, sem var uppi á sextándu öld, um framtíðina. Margir telja sig geta lesið úr spádómum hans eitt og annað sem gerst hefur og á eftir að gerast. Meðal þess sem nú er mikið rætt er að hann er sagður hafa spáð fyrir um framtíð bresku konungsfjölskyldunnar og að þar muni óvæntir hlutir gerast.

Mario Reading, rithöfundur og einn af helstu sérfræðingunum í spádómum Nostradamusar, segir að úr spádómum hans megi lesa að skilnaður Karls III við Díönu prinsessu á sínum tíma muni leiða til mikillar óánægju með konunginn og að lokum þvinga hann til að afsala sér krúnunni og að hann muni því ekki sitja lengi á konungsstól.

Þetta kemur fram í bók eftir Reading, sem var gefin út 2005, en þar túlkar hann spádóma Nostradamusar sem voru gerðir 1555. Spádómar Nostradamusar eru í einhverskonar ljóðaformi og eru á ansi torræðu máli en Reading telur sig skilja skrif hans.

Hann segir að samkvæmt spádómum Nostradamusar muni arftaki Karls III verða maður „sem enginn átti von á að yrði konungur“.

Þetta hefur verið rifjað upp núna í kjölfar andláts Elísabetar II og valdatöku Karls III. Telja sumir að þarna eigi Nostradamus við Harry prins eða hugsanlega hinn ástralska Simon Dorante-Day sem segist vera sonur Karls III og Camillu, eiginkonu hans.

Verður Harry konungur?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Daily Star segir að í bók sinni hafi Reading sagt rétt fyrir um dánarár Elísabetar. Hann hafi skrifað að hún myndi deyja í kringum 2022, 96 ára að aldri.

Hann veltir því einnig upp að hugtakið „King of the Islands“ (konungur eyjanna), sem Nostradamus notar í einu ljóða sinna, þýði að í upphafi valdatíma Karls III muni stór hluti af Samveldisríkjunum hafa sagt skilið við það og eftir standi aðeins bresku eyjurnar.

Í bók sinni segir Reading að „Karl prins verði 74 ára árið 2022 þegar hann taki við sem konungur“. Hann segir einnig að enn muni margir Bretar bera kala í brjósti til hans vegna skilnaðar hans við Díönu prinsessu.

Simon Dorante-Day. Mynd:Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann veltir því síðan fyrir sér hvort Karl neyðist til að afsala sér krúnunni vegna þessa.

Í endurskoðaðri útgáfu bókarinnar, sem var gefin út ári síðar, gengur hann enn lengra og segir að úr spádómum Nostradamusar megi lesa að sá sem tekur við af Karli sé maður sem enginn átti von á að yrði konungur.

Nú er ekkert annað að gera en bíða og sjá hvort þessi túlkun Reading á spádómum Nostradamusar eigi við rök að styðjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags