Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO.
Úgönsk yfirvöld lýstu því yfir fyrir viku að ebóla hefði brotist út í landinu. Síðan hafa 18 tilfelli verið staðfest og grunur leikur á að 18 til viðbótar hafi smitast. Smitin hafa greinst í þremur héruðum landsins.
13, sem eru með staðfest smit, liggja á sjúkrahúsi.