Hugveitan segir að með því að taka upp fjögurra daga vinnuviku sé hægt að draga úr framfærslukostnaði fólks og þannig mæta þeim vanda sem nú er uppi vegna mikils framfærslukostnaðar.
Þeir sem hafa barist fyrir fjögurra daga vinnuviku hafa að mestu einblínt á að launþegar fái þá meiri frítíma og að hugsanlega aukist framleiðni þeirra með þessu því framleiðnin verði sú sama þrátt fyrir að vinnuvikan verði stytt.
Autonomy bendir á að með því að stytta vinnuvikuna í fjóra daga sé hægt að létta undir með þeim sem eiga í erfiðleikum með að mæta hærri framleiðslukostnaði. The Guardian skýrir frá þessu.