Bandarísk rannsókn leiddi í ljós að það eitt að taka á fatnaði reykingafólks er nóg til að fólk komist í snertingu við hættulegt magn krabbameinsvaldandi efna. Daily Mail skýrir frá þessu.
Óbeinar reykingar eru þegar fólk andar tóbaksreykreyk að sér, reyk frá tóbaki sem einhver annar reykir.
Óbeinar, óbeinar reykingar eru þegar agnir úr tóbaki komast inn í efni á borð við hár, föt, húsgögn eða teppi.
Vísindamenn við Berkeley Lab í Kaliforníu gerðu ýmsar tilraunir á fólki og músum. Í einni þeirra var fólk, sem reykti ekki, beðið um að klæðast fatnaði stórreykingafólks í þrjár klukkustundir. Í ljós kom að fólkið var með 86 sinnum meira magn eiturefnanna NNK og NNN í þvagi eftir að hafa klæðst fatnaðinum.
Talið er að óbeinar reykingar auki líkurnar á lungnakrabbameini, hjá fólki sem reykir ekki, um 20 til 30%. Mun minna er vitað um óbeinar, óbeinar reykingar því fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þeirra.