Þetta er niðurstaða vísindamanna sem rannsökuðu þetta með því að gera ýmsar tilraunir. The Guardian segir að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að best sé að taka grátandi barn upp, ganga um með það í fimm mínútur, án þess að stöðva snögglega eða breyta skyndilega um stefnu, og síðan setjast niður og halda á því í fimm til átta mínútur áður en það er lagt aftur til svefns.
Þeir skýrðu frá þessu í Current Biology.
Dr Kumi Kuroda sagði að mikill grátur, sérstaklega að næturlagi, stressi foreldra oft mjög mikið. Það sé því þess virði að reyna þessa aðferð, sem tekur um 15 mínútur, áður en farið sé að velta því fyrir sér hvað sé að barninu.