fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. september 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliglöp eru meðal helstu dánarorsaka á heimsvísu. Um 55 milljónir jarðarbúa glíma við elliglöp. Reiknað er með að fjöldinn verði orðinn 78 milljónir 2030 og 139 milljónir 2050.

Elliglöp er notað yfir þá sem glíma við sjúkdóma sem hafa áhrif á heilastarfsemina. Alzheimerssjúkdómurinn er algengastur þessar sjúkdóma en hann leggst á 50 til 75% þeirra sem greinast með elliglöp að sögn The Sun.

Elliglöp eru oftast tengd við eldra fólk en tæplega 4 milljónir, yngri en 65 ára, glíma við elliglöp. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að konur sé mun líklegri en karlar til að þjást af elliglöpum. Konur, eldri en sextugt, eru tvisvar sinnum líklegri til að fá Alzheimers en brjóstakrabbamein.

Það er hugsanlega hægt að koma auga á snemmbúin merki um elliglöp en til þess þarf maður auðvitað að vita hver þau eru. The Sun fékk Luca Rado, meðstofnanda Helpd Ltd, sem sérhæfir sig í umönnun fólks sem býr í heimahúsum, til að segja frá nokkrum snemmbúnum einkennum elliglapa.

Skammtímaminnið – Algengt merki um elliglöð er að skammtímaminnið gefur sig. Eitt algengasta einkennið er að fólk setur hluti eins og lykla á rangan stað eða gleymir hvað það borðaði í morgunmat þennan daginn. Þetta getur bent til að um elliglöp sé að ræða og þá sérstaklega ef þetta endurtekur sig hvað eftir annað.

Skapsveiflur – Miklar breytingar á skapferli eru annað merki um elliglöp. Sjúklingarnir eiga oft erfitt með að átta sig á þessu sjálfir en fjölskyldumeðlimir geta oft tekið eftir þessu.

Áhugaleysi – Annað snemmbúið merki um elliglöp er að viðkomandi missir almennt áhuga á hversdagslegum hlutum og áhugamálum sem hann hafði áður gaman af. Þetta gerist oft vegna þess að elliglöp hafa áhrif á hugsanir og minnið svo einstaklingurinn íhugar ekki einu sinni að taka þátt, einfaldlega vegna þess að hugsunin um það er ekki lengur til staðar.

Einbeitingarskortur er einnig merki um elliglöp. Einbeitingarskortur og að finnast maður utanveltu er stundum merki um öldrun en það getur líka verið snemmbúið merki um elliglöp.

Áttavilla – Ef fólk fer skyndilega að eiga í erfiðleikum með að rata, þá ætti það að vera áhyggjuefni. Að gleyma einföldum leiðum eða leiðum til kunnuglegra staða er algengt einkenni elliglapa og það þarf að fylgjast vel með fólki sem sýnir þetta einkenni.

Að verða ringlaður – Þeir sem þjást af elliglöpum geta átt í erfiðleikum með að skýra frá hugsunum sínum og tilfinningum.

Hlutir verða erfiðir – Einföld og vel þekkt verkefni, eins og að hella upp á kaffi eða læsa dyrum, geta orðið erfið fyrir þá sem þjást af elliglöpum. Þetta getur gerst skyndilega eða hægt og rólega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga