fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þessi mistök máttu aldrei gera þegar þú sýður hrísgrjón

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. september 2022 13:30

Mundu að láta þau liggja í bleyti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrísgrjón eru vinsæll matur en sumir gera ákveðin mistök þegar kemur að því að sjóða þau. Þetta eru mistök sem má ekki gera því það getur reynst afdrifaríkt.

Þetta snýst um að skola grjónin fyrir suðu. Flestir vita eflaust af þessu en það getur verið freistandi að sleppa þessu þegar kemur að því að setja grjón í pott og sjóða.

Ástæðan fyrir að það á að skola hrísgrjón er að þannig er hluti af sterkjunni fjarlægður en með því er komið í veg fyrir að grjónin klístrist saman við suðu. En enn mikilvægara er að með því að skola þau skolast arsen í burtu.

Arsen er eitrað frumefni sem tilheyrir flokki hálfmálma. Það er algengt í náttúrunni, í mörgum efnasamböndum og steinefnum. Samvirke skýrir frá þessu. Fram kemur að alltaf eigi að skola hrísgrjón fyrir suðu og jafnvel láta þau liggja í vatni yfir nótt til að skola sem mest af arseni úr þeim.

Það minnkar einnig líkurnar á að fá krabbamein að skola sem mest af arseni úr grjónunum.

En þá er röðin komin að vatninu sem hrísgrjónin eru látin liggja í fyrir suðu. Flestir hella því eflaust niður strax að skolun lokinni en það á ekki að gera. Það segir Sabrina Wang, bloggari, sem lærði snjallt bragð í Kína að sögn Apartment Therapy.

Hún segir að hrísgrjónaneysla sé svo almenn í Kína að í stað þess að hella vatninu, sem grjónin eru skoluð með, sé það geymt. Ástæðan fyrir því er að vatnið er að sögn gott þrifaefni. Ástæðan er hið mikla magn sterkju sem er í vatninu. Hún gerir vatnið „súrt“ og þannig er það gott til notkunar við allt frá uppvaski til þrifa á skítugum flötum, eldhúsáhöldum og verkfærum.

Wang segir að best sé að setja vatnið í loftþéttar umbúðir og í ísskáp. Þannig sé hægt að geyma það í eina viku.

Það þarf þó að hafa í huga að ekki á að nota vatnið til að þrífa fleti sem fita er á og það á bara að nota vatn sem var notað til að skola hvít grjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn