fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hækka viðbúnaðarstig við ofureldfjall – Eldgos þar fyrir 1.800 árum var það stærsta á jörðinni síðustu 5.000 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 07:45

Ofureldfjall leynist undir vatninu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um 1.800 árum gaus ofureldfjallið Taupo á Nýja-Sjálandi. Eldfjallið spýtti rúmlega 100 rúmkílómetrum af efnum út í andrúmsloftið. Þetta er stærsta eldgosið á jörðinni síðustu 5.000 árin. Nú hafa vísindamenn hækkað viðbúnaðarstigið við fjallið í kjölfar margra jarðskjálfta undir Lake Taupo, sem er vatn sem eldfjallið myndaði.

Sky News segir að samkvæmt því sem jarðfræðistofnunin GeoNet segi þá hafi tæplega 700 jarðskjálftar mælst undir vatninu. Allir voru þeir litlir að styrkleika. En samt sem áður hefur viðbúnaðarstig við eldfjallið verið fært á stig 1 af stigi 0.

Sex stig eru notuð í tengslum við óróa af þessu tagi. Geonet segir að eldgos geti orðið á hvaða stigi sem er og að skjótar breytingar geti orðið á virkni.

Gosið fyrir 1.800 árum lagði stóran hluta af North Island, eynni af nýsjálensku eyjunum, í eyði um langa hríð.

GeoNet segir að þetta sé í fyrsta sinn sem viðbúnaðarstigið við eldfjallið er hækkað af 0 stigi en þetta sé þó ekki í fyrsta sinn órói sé við eldfjallið. Líkurnar á gosi eru þó sagðar mjög litlar. Ekki er útilokað að jarðskjálftar og aflögun lands haldi áfram næstu vikur eða mánuði.

Nýja-Sjáland er á mótum Kyrrahafs- og Ástralíuflekanna og þar eru jarðskjálftar og eldgos tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“