Sky News segir að samkvæmt því sem jarðfræðistofnunin GeoNet segi þá hafi tæplega 700 jarðskjálftar mælst undir vatninu. Allir voru þeir litlir að styrkleika. En samt sem áður hefur viðbúnaðarstig við eldfjallið verið fært á stig 1 af stigi 0.
Sex stig eru notuð í tengslum við óróa af þessu tagi. Geonet segir að eldgos geti orðið á hvaða stigi sem er og að skjótar breytingar geti orðið á virkni.
Gosið fyrir 1.800 árum lagði stóran hluta af North Island, eynni af nýsjálensku eyjunum, í eyði um langa hríð.
GeoNet segir að þetta sé í fyrsta sinn sem viðbúnaðarstigið við eldfjallið er hækkað af 0 stigi en þetta sé þó ekki í fyrsta sinn órói sé við eldfjallið. Líkurnar á gosi eru þó sagðar mjög litlar. Ekki er útilokað að jarðskjálftar og aflögun lands haldi áfram næstu vikur eða mánuði.
Nýja-Sjáland er á mótum Kyrrahafs- og Ástralíuflekanna og þar eru jarðskjálftar og eldgos tíð.