Guedj, sem starfaði í Marseille, var sérstaklega grófur við fólk sem á á brattann að sækja í lífinu. Flest fórnarlamba hans koma úr fátækum hverfum borgarinnar og þurftu oft að glíma við sársaukafullar sýkingar og varanlegt tjón eftir aðgerðir hans.
Hann mokaði inn peningum á þessum ónauðsynlegu og sársaukafullu aðgerðum. 2010 var hann tekjuhæsti tannlæknirinn í Frakklandi.
The Guardian segir að hann hafi haft 2,9 milljónir evra upp úr krafsinu. Peningana notaði hann til að kaupa fasteignir, málverk og lúxusbíla.
Fyrir dómi sagðist kona ein hafa farið til Guedj þegar hún var 18 ára. Um smávandamál var að ræða en þegar hún kom út hafði Guedj dregið 24 heilar tennur úr henni án þess að sótthreinsa á eftir. Konan segir að hún lifi í verkjahelvíti allan sólarhringinn enn þann dag í dag.
Meðal þess sem Guedj var dæmdur fyrir eru 3.900 ónauðsynlegar rótfyllingar í 327 sjúklingum. Þetta gerði hann á árunum 2006 til 2012.
Carnot Guedj, sjötugur faðir tannlæknisins, starfaði fyrir son sinn og var hann dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir sinn þátt í svindlinu.