fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fór til tannlæknis vegna smávægilegs vanda – Kom út 24 tönnum fátækari

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 18:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var franski tannlæknirinn Lionel Guedj dæmdur í átta ára fangelsi fyrir grimmdarlegt svindl. Árum saman gerði hann ónauðsynlegar aðgerðir á grunlausum sjúklingum sínum til að sjúga peninga út úr þeim og almannatryggingum.

Guedj, sem starfaði í Marseille, var sérstaklega grófur við fólk sem á á brattann að sækja í lífinu. Flest fórnarlamba hans koma úr fátækum hverfum borgarinnar og þurftu oft að glíma við sársaukafullar sýkingar og varanlegt tjón eftir aðgerðir hans.

Hann mokaði inn peningum á þessum ónauðsynlegu og sársaukafullu aðgerðum. 2010 var hann tekjuhæsti tannlæknirinn í Frakklandi.

The Guardian segir að hann hafi haft 2,9 milljónir evra upp úr krafsinu. Peningana notaði hann til að kaupa fasteignir, málverk og lúxusbíla.

Fyrir dómi  sagðist kona ein hafa farið til Guedj þegar hún var 18 ára. Um smávandamál var að ræða en þegar hún kom út hafði Guedj dregið 24 heilar tennur úr henni án þess að sótthreinsa á eftir. Konan segir að hún lifi í verkjahelvíti allan sólarhringinn enn þann dag í dag.

Meðal þess sem Guedj var dæmdur fyrir eru 3.900 ónauðsynlegar rótfyllingar í 327 sjúklingum. Þetta gerði hann á árunum 2006 til 2012.

Carnot Guedj, sjötugur faðir tannlæknisins, starfaði fyrir son sinn og var hann dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir sinn þátt í svindlinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“