The Guardian segir að bannað verði að auglýsa kjöt á strætisvögnum, strætóskýlum og auglýsingaskjám á almannafæri.
Kjötframleiðendur hafa brugðist illa við þessu og segja að með þessu séu borgaryfirvöld að ganga of langt í að segja fólki hvað sé gott fyrir það.
Rannsóknir benda til að matvælaframleiðsla eigi sök á þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda og að kjötframleiðsla mengi tvöfalt meira en framleiðsla á plöntufæði.
Ziggy Klazes, úr flokki Græningja, sem lagði tillöguna um bannið fram, sagðist ekki hafa vitað að borgin verði sú fyrsta í heimi til að banna kjötauglýsingar á almannafæri þegar hún lagði tillöguna fram.