fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Banna kjötauglýsingar á almannafæri

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 19:00

Kjöt í vinnslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórnin í hollensku borginni Haarlem, sem er vestan við Amsterdam, hefur ákveðið að banna kjötauglýsingar á almannafæri frá og með 2024. Ástæðan er að kjöt er talið eiga stóran hlut að máli varðandi loftslagsbreytingarnar. Borgin er sú fyrsta í heimi sem bannar auglýsingar af þessu tagi.

The Guardian segir að bannað verði að auglýsa kjöt á strætisvögnum, strætóskýlum og auglýsingaskjám á almannafæri.

Kjötframleiðendur hafa brugðist illa við þessu og segja að með þessu séu borgaryfirvöld að ganga of langt í að segja fólki hvað sé gott fyrir það.

Rannsóknir benda til að matvælaframleiðsla eigi sök á þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda og að kjötframleiðsla mengi tvöfalt meira en framleiðsla á plöntufæði.

Ziggy Klazes, úr flokki Græningja, sem lagði tillöguna um bannið fram, sagðist ekki hafa vitað að borgin verði sú fyrsta í heimi til að banna kjötauglýsingar á almannafæri þegar hún lagði tillöguna fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“