The Guardian skýrir frá þessu og segir að 28 milljónir einstaklinga séu neyddir til að vinna, þar á meðal í vændi, og 22 milljónir hafi verið neyddar í hjónaband.
Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var á mánudaginn. Í henni kemur fram að 10 milljónir hafi bæst við þennan hóp frá 2016. Konur og börn hafa orðið verst úti í þessu.
Stærsti hlutinn af þeim sem eru neyddir til að vinna gegn vilja sínum, eða 86%, starfa í iðnaði, byggingariðnaði, landbúnaði og við heimilisstörf. Milljónir, aðallega konur og börn, eru talin vera ofseld kynlífsofbeldi. Þau 14% sem eftir eru, eru neydd til vinnu hjá opinberum aðilum.
Í skýrslunni kemur fram að aðalvaldbeitingin sem vinnuveitendur nota gegn starfsfólki sé að hóta að halda eftir launum þess og að hóta því brottrekstri.
Rúmlega sex milljónir kvenna og stúlkna hafa verið neyddar í hjónaband, stór hluti er yngri en 16 ára og teljast því barnabrúðir. Megnið af þessum hjónaböndum, 85%, eru knúin áfram af þrýstingi frá fjölskyldum. Flest tilfellin eru í Asíu, Kyrrahafi og Arabaríkjum.