fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Unglingar neyddir til kynlífs með fjölskyldumeðlimum til að halda blóðinu hreinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. september 2022 22:00

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu meðlimir, stúlkur, konur og karlar, í fjölkvænissöfnuði í Utah í Bandaríkjunum segjast hafa verið neydd í hjónabönd á barnsaldri, kynlífsaðgangur hafi verið seldur að þeim og að þau hafi verið beitthrottalegu ofbeldi.

Daily Star segir að fólkið segist hafa verið neytt til að stunda kynlíf með ættingjum sínum til að halda blóði sínu „hreinu“ ef til heimsendis kæmi.

Fólkið hefur höfðað mál á hendur Kingston Group, sem er einnig þekkt sem the Order. Segist það hafa verið neytt í hjónaband á barnsaldri.

The Order, sem er fjölkvænishópur, er valdamikill hópur sem er staðsettur í Utah. Segir fólkið að þeim hafi verið nauðgað og það neytt til vinnu á barnsaldri.

Leiðtogi hópsins, Paul Eldon Kingston, og 21 til viðbótar eru sakaðir um gróf brot. Þar á meðal að hafa selt aðgang að líkama stúlknanna og kvennanna, kynferðisofbeldi og barnaníð. Einnig eru nokkrir sakaðir um að hafa nauðgað unglingspilti.

„Stúlkum í the Order er innrætt frá fæðingu að aðalhlutverk þeirra sé að vera hlýðnar, undirgefnar eiginkonur og ala eins mörg börn og hægt er,“ segir í stefnunni.

Daily Star segir að fram hafi komið að the Order stefni að því að viðhalda „hreinu Kingston blóði“ með því að skipuleggja hjónabönd náskyldra aðila.

Hópurinn er sagður fyrirlíta sambönd fólks þar sem báðir aðilar eru ekki hvítir og trúa því að aðeins þeir sem eru með hreint blóð muni lifa heimsendi af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt