fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Þrír skotnir af sænsku lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. september 2022 05:40

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tæpum fjórum klukkustundum í gærkvöldi og nótt skutu sænskir lögreglumenn þrjá karlmenn á þremur mismunandi stöðum. Þetta heyrir til tíðinda því það gerist ekki svo oft að sænskir lögreglumenn beiti skotvopnum sínum.

Aftonbladet segir að um klukkan 21 hafi 45 ára karlmaður verið skotinn í Södra Ängby í vesturhluta Stokkhólms. Maðurinn hafði verið á ferð um hverfið og ógnað fólki. Einnig hafði hann ráðist á einn en sá slapp ómeiddur. Þegar lögreglan kom á vettvang þróuðustu málin þannig að á endanum drógu lögreglumenn upp skotvopn og skutu manninn sem var með hníf. Hann er grunaður um morðtilraun.

Klukkan 23 var 45 ára karlmaður skotinn í Bjuv á Skáni. Beðið var um aðstoð í hús eitt vegna andlegra veikinda manns. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir að maðurinn var með skotvopn. Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að maðurinn hafi ógnað lögreglumönnunum sem hafi þá skotið hann.

Klukkan 1 í nótt skaut lögreglan mann í miðbæ Lidköping eftir að hann hafði ógnað lögreglumönnum með hníf. Hann gekk í átt að þeim með hníf á lofti að sögn lögreglunnar.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá alvarleika áverka mannanna þriggja en talsmaður lögreglunnar sagði að almennt séð séu skotáverkar alvarlegir.

Allt síðasta ár beittu sænskir lögreglumenn skotvopnum sínum 21 sinni, eða tæplega tvisvar í hverjum mánuði að meðaltali. Tveir létust eftir skot lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Í gær

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 3 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt