fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Starfsfólk hirðarinnar fékk óvænt bréf þegar minningarathöfn um Elísabetu II stóð yfir – „Allir eru brjálaðir“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 06:45

Karl III, konungur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var auðvitað löngu vitað að þegar Elísabet II andaðist myndi elsti sonur hennar, Karl, taka við embætti þjóðhöfðingja. Það var einmitt það sem gerðist í síðustu viku þegar drottningin lést, Karl tók við og varð Karl III.

Síðustu daga hefur stemmningin hjá starfsfólki hans ekki verið sérstaklega góð, eiginlega langt frá því.

Ástæðan er að starfsfólk í Clarence House, sem var embættisbústaður Karls og Camillu eiginkonu hans, fékk bréf á mánudaginn, á sama tíma og minningarathöfn um Elísabetu II stóð yfir í Skotlandi. The Guardian skýrir frá þessu.

Í bréfinu, sem var skrifað af Sir Clive Alderton, nánasta aðstoðarmanni Karls III, kemur fram að sumt af starfsfólkinu megi reikna með að missa vinnuna vegna breytinganna sem nú eru orðnar með fráfalli Elísabetar II.

Tæplega 100 manns vinna í húsinu, þar af hafa margir starfað þar áratugum saman. Flestir hafa unnið nær allan sólarhringinn síðustu daga til að tryggja að allt gengi snurðulaust fyrir sig þegar Karl varð konungur.

Heimildarmenn The Guardian segja að margt af starfsfólkinu hafi talið að það myndi fylgja Karli III yfir í nýja stöðu hans og hafði ekki minnsta grun um að svo yrði ekki.

„Allir eru brjálaðir,“ sagði ónafngreindur heimildarmaður við The Guardian og bætti við að fólki væri illa brugðið.

Í bréfinu kemur fram að þeim sem verður sagt upp standi til boða aðstoð við að finna aðrar stöður innan hirðarinnar, aðstoð við að finna vinnu utan hirðarinnar og að fólk fái aukagreiðslu ofan á starfslokasamning sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans