fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ætla að taka fanga af lífi með köfnunarefni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 21:00

Alan Eugene Miller.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir nokkrar vikur er stefnt að því að taka Alan Eugene Miller af lífi í Alabama í Bandaríkjunum með köfnunarefni. Það er heimilt að nota köfnunarefni við aftökur í þremur ríkjum landsins en aðferðin hefur aldrei verið notuð.

Gríma verður sett yfir andlit hins dauðadæmda og köfnunarefni dælt inn í hana í stað súrefnis.

James Houts, saksóknari, segir að mjög líklegt sé að Miller verði tekinn af lífi með þessari aðferð.

Samkvæmt áætlun á að taka hann af lífi þann 22. september  með því að sprauta eitri í æðar hans. En líklegt þykir að köfnunarefni verði notað í stað eitursprautunnar.

Miller var dæmdur fyrir þrefalt morð 1999. Hann hefur sjálfur sagt að hann kjósi frekar að vera tekinn af lífi með köfnunarefni en eitursprautu.

Mara Klebaner, lögmaður hans, er þó ekki reiðubúin til að samþykkja að Miller verði „tilraunapersóna fyrir enn eina aftökuaðferðina“ að sögn NBC News. Hún hefur hafnað beiðni um að starfsfólk fangelsisins fái að prufa að setja grímu á Miller fyrir aftökuna.

Miller starfaði sem flutningabílstjóri þegar hann myrti þrjá starfsbræður sína í Birmingham í Alabama. Fyrir rétti sagðist hann hafa skotið þá því hann taldi að þeir dreifðu slúðri um hann en þeir höfðu sagt að hann væri samkynhneigður en því neitaði hann.

Niðurstaða geðrannsóknar var að Miller væri veikur á geði en ekki svo alvarlega að hann ætti frekar að vera á geðdeild en fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár