Þetta sagði Jo Jakobsen, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum við norska tækni- og náttúruvísindaháskólann (NTNU), í samtali við Dagbladet. Hann sagði að eins og staðan er núna stefni í hernaðarátök á milli Grikkja og Tyrkja.
„Ef spennan á milli þessara tveggja ríkja verður viðvarandi þarf ekki svo mikið til áður en einhver skýtur niður flugvél sem ekki ætti að skjóta niður,“ sagði Jakobsen.
Á miðvikudaginn sendi gríska ríkisstjórnin bréf til ESB, NATO og SÞ og varaði við því að sú mikla spenna sem ríkir á milli ríkjanna geti leitt til þess að stríð brjótist út.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið harðorður að undanförnu og hefur mátt skilja orð hans sem svo að hann sé að hóta innrás í Grikkland og hann hefur sakað Grikki um að áreita tyrkneskar flugvélar.
Jakobsem sagði að þessi staða hafi verið lengi í uppsiglingu. „Stríð á milli Grikklands og Tyrklands gæti auðvitað orðið næsta stríðið í Evrópu. Það er hugsanlegt og hefur verið hugsanlegt um hríð,“ sagði hann.
Grikkir hafa gert Erdogan ljóst að þeir séu reiðubúnir til að verja fullveldi sitt.
Ríkin deila einna harðast um yfirráð eyjum í Miðjarðarhafi og Eyjahafi. Tyrkir hafa sakað Grikki um að hafa hertekið eyjur þar og komið hergögnum fyrir.