Robert Habeck, efnahagsráðherra, sagði á mánudaginn að Neckarwestheim kjarnorkuverið í Baden Württemberg og Isar 2 í Bæjaralandi verði áfram í rekstri en til stóð að loka þeim. Þau munu verða varaaflsstöðvar þar til um mitt næsta ár. The Guardian skýrir frá þessu.
Hann sagði að orkuöryggi væri mjög gott í Þýskalandi en kjarnorkuverin tvö verði „á viðbúnaðarstigi“ þar til í apríl 2023 ef nauðsynlegt verði að fá meira rafmagn inn í orkukerfið í suðurhluta landsins.
Verin verða tilbúin til notkunar, fullmönnuð en aðeins í viðbragðsstöðu og munu því ekki framleiða rafmagn nema nauðsyn krefji.
Habeck sagði að Þjóðverjar muni halda sig við áætlanir, sem eru bundnar í lög, um að hætta að nota kjarnorku.
Til stóð að loka verunum í lok desember. Það að lengja rekstartíma þeirra hefur ekki gríðarleg áhrif á rafmagnsframleiðsluna í landinu því verin framleiða aðeins 2% af allri raforku í landinu.