fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Þjóðverjar fresta lokun tveggja kjarnorkuvera

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. september 2022 11:00

Kjarnorkuverið í Ghronde í Þýskalandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta lokun tveggja kjarnorkuvera vegna orkuvandans sem steðjar nú að Þýskalandi og nær allri Evrópu. Rússar hafa lokað fyrir gasstreymi til Evrópu og því er ekki ólíklegt að orkuskortur verði í álfunni í vetur.

Robert Habeck, efnahagsráðherra, sagði á mánudaginn að Neckarwestheim kjarnorkuverið í Baden Württemberg og Isar 2 í Bæjaralandi verði áfram í rekstri en til stóð að loka þeim. Þau munu verða varaaflsstöðvar þar til um mitt næsta ár. The Guardian skýrir frá þessu.

Hann sagði að orkuöryggi væri  mjög gott í Þýskalandi en kjarnorkuverin tvö verði „á viðbúnaðarstigi“ þar til í apríl 2023 ef nauðsynlegt verði að fá meira rafmagn inn í orkukerfið í suðurhluta landsins.

Verin verða tilbúin til notkunar, fullmönnuð en aðeins í viðbragðsstöðu og munu því ekki framleiða rafmagn nema nauðsyn krefji.

Habeck sagði að Þjóðverjar muni halda sig við áætlanir, sem eru bundnar í lög, um að hætta að nota kjarnorku.

Til stóð að loka verunum í lok desember. Það að lengja rekstartíma þeirra hefur ekki gríðarleg áhrif á rafmagnsframleiðsluna í landinu því verin framleiða aðeins 2% af allri raforku í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar