Eins og flestir vita þá snýst fimm sekúndna reglan (tíu sekúndna reglan hjá sumum) um að óhætt sé að borða mat sem dettur á gólfið ef hann liggur ekki lengur en fimm sekúndur á því. Norska blaðið Godt hefur eftir Langsrud að það þurfi að endurskoða þessa frægu reglu.
Hún segir að það sé reginmunur á hvort maður missi melónu eða brauðsneið á gólfið. Ef vatnsmelóna detti á gólfið berist 97% af bakteríunum á gólfinu á hana á tæpri sekúndu. Á sama tíma berst tæplega 1% af bakteríunum yfir á brauðsneið sem dettur á gólfið.
Hún segir að tvennt valdi þessu. Bakteríur séu með yfirborð sem elskar vatn og vilji gjarnan komast í vatn. Gúrkusneið hafi stærra yfirborð sem komist í snertingu við gólfið en þegar ójafnt yfirborð eins og er á brauði lendir á gólfinu. Hún segir að það sé samt sem áður góð hugmynd að flýta sér að taka brauðsneiðina upp því þótt bakteríurnar setjist ekki jafn hratt á brauðsneiðina og gúrku eða melónu þá berist 300 sinnum fleiri bakteríur á hana á fimm sekúndum en einni sekúndu.
Hún segir að fólk þurfi ekki að óttast að veikjast af að borða mat sem dettur á gólfið ef það er hreint og þurrt og fólk gangi ekki um það á skítugum útiskóm. Þó sé rétt að hugsa sig tvisvar um ef maður sé með hund eða kött á heimilinu.