Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna við ETH Zurich og fleirir stofnana. Vísindamennirnir skoðuðu ljósmyndir, teknar af jöklunum á milli hinna tveggja heimsstyrjalda og báru saman við mælingar á jöklunum. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að frá 2016 hafi jöklarnir minnkað um 12% til viðbótar.
Daniel Farinotti, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að bráðnun jöklanna sé að verða hraðari en áður. Svissneskir jöklar eru tæplega helmingur allra jökla í Ölpunum.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Crysphere.
Vísindamennirnir nýttu sér langtíma rannsóknir á jöklunum, mælingar á þeim og ljósmyndir teknar úr lofti og frá fjallstoppum. Meðal þeirra voru 22.000 ljósmyndir sem voru teknar á milli heimsstyrjaldanna tveggja. Með því að notfæra sér margvísleg gögn gátu vísindamennirnir fyllt upp í eyður því rannsóknir hafa aðeins verið gerðar reglulega á nokkrum svissneskum jöklum.