fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hafa áhyggjur af ofureldgosi – Telja um vanmat að ræða

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. september 2022 18:00

Frá gosinu við Tonga þann 15. janúar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja að útbreiddur misskilningur ríki um hættuna á að stór eldgos, ofureldgos, eigi sér stað. Þeir segja að viðbúnaður mannkynsins vegna þess sé að meira eða minna leyti hlægilegur.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature, segja vísindamenn að heimurinn verði að undirbúa sig undir risastór eldgos. Þeir segja að gera verði meira til að spá fyrir um slík gos og einnig til að undirbúa viðbrögð við slíkum atburði sem myndi valda miklum hamförum. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Dr Lara Mani, einn af höfundum rannsóknarinnar og sérfræðingur í alþjóðahættu, sagði að gögn sýni að líkurnar á ofureldgosi á næstu 100 árum séu um 17%.

Í janúar gaus neðansjávareldfjallið Hunga Tonga Hunga Ha‘apai. Sprengingin, sem fylgdi gosinu, er sú öflugasta sem nokkru sinni hefur mælst.

Mani telur að ofureldgos geti haft sömu afleiðingar og að eins kílómetra breiður loftsteinn skelli á jörðinni. „Slíkir atburðir myndu hafa svipaðar afleiðingar fyrir loftslagið en líkurnar á hamfaragosi eru hundrað sinnum meiri,“ sagði hún.

Hún sagði að penginum sé „dælt“ í vöktun á loftsteinum og halastjörnum en mikið fé vanti til að hægt sé að fylgjast með eldfjöllum og gera viðeigandi ráðstafanir um viðbrögð við stórum eldgosum. „Þessu verður að breyta. Við vanmetum algjörlega þá hættu sem samfélaginu okkar stafar af þessu,“ sagði hún.

Rannsóknir á brennisteini í gömlum íssýnum gefa vísbendingar um hvað framtíðin getur borið í skauti sér. Þessi gömlu sýni benda til að eldgos, tíu til hundrað sinnum stærri en sprengingin í Tonga Honga í janúar, eigi sér stað á 625 ára fresti að meðaltali. Það er tvisvar sinnum oftar en áður var talið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga